LAUF blaðið

LAUF blaðið mun að venju koma út í desember, og fögnum við öllum tillögum að umfjöllunarefni.

við viljum þó hvetja ykkur til að skoða og kynna ykkur eldri blöð frá okkur, sjá hér: http://lauf.is/utgefid-efni/ þar er að finna ýmislegt umfjöllunarefni, og meðal annars flest það sem komið hafa ábendingar um nú síðustu daga, t.d. meðganga og fæðing hjá konum með flogaveiki, börn sem eiga foreldra með flogaveiki, eldra fólk og flogaveiki og margt fleira

Lesa meira

Okkur langar að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu hjá Umhyggju, en nú geta foreldrar í aðildarfélögum Umhyggju óskað eftir ráðgjöf lögfræðings í málum sem varða hagsmuni barna og tengjast veikindum þeirra. Lögfræðingur Umhyggju er Eva Hrönn Jónsdóttir. Vakin er athygli á að ekki er um aðstoð við rekstur mála fyrir dómstólum að ræða, heldur frekar aðstoð við að yfirfara mál, ritun lögfræðibréfa, ráðgjöf um hvernig sé best að snúa sér o.þ.h.

Hægt er að sækja um á eyðublaði á vefsíðu Umhyggju: https://www.umhyggja.is/is/um-felagid/logfraediradgjof

Lesa meira

Ný síða á facebook

Lentum í vandræðum með facebook síðuna okkar, komumst bara ekki inn. 

Svo nú erum við búin að stofna nýjan hóp á facebook fyrir félagsmenn LAUF og annað áhugafólk um flogaveiki

https://www.facebook.com/groups/339530970723398

Lesa meira