Frá SÍBS

SÍBS kynnir nýtt verkefni sem fengið hefur heitið Heilsumolar.

Heilsumolar eru örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan og eiga erindi við allan almenning. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt. Hvert myndband svarar því mikilvægri spurningu varðandi svefn,streitu, mataræði eða hreyfingu.

Myndböndin verða birt í áföngum á samfélagsmiðlum veturinn 2022–2023, um það bil tvö í mánuði. Fyrst er sjónum beint að svefni, því næst verður fjallað um streitu í nóvember og desember og mataræði og hreyfingu eftir áramót. Hvert myndband er um 45 sekúndur að lengd og eru þau nú aðgengileg á íslensku, en síðar á ensku og pólsku, á vefnum heilsumolar.is.
Gaman væri ef að sem flestir gætu lagt þessu mikilvæga málefni lið með því að vekja athygli á myndböndunum, með því að upplýsa aðra um verkefnið, læka, deila áfram á Facebook eða setja athugasemdir við færslur með myndböndum eftir því sem við á.
Myndböndin voru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Opið er fyrir samvinnu við fleiri aðila um gerð heilsumola á nýjum eða sértækari áhrifaþáttum heilsu.
Með fyrirfram þökk um góðar undirtektir
Lesa meira

Dagskráin framundan

Það sem við ætlum að gera hjá LAUF haustið 2022

Fimmtudagur 22/9 kl 17, Söguganga um miðbæinn, með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi

Laugardagur 1/10 Gönguferð um Öskjuhlíð með Heiðrúnu

Mánudagur 3/10 kl 19,30 opið hús, Heiðrún og Bryndís kynna BA verkefni við HÍ, um mikilvægi tómstundaiðkunar fyrir öryrkja

Laugardagur 15/10 Gönguferð með Heiðrúnu

Laugardagur 29/10 Gönguferð með Heiðrúnu

Mánudagur 7/11 kl 19,30 opið hús, Siggi Jóhannsson ræðir um virkni CBD olíu við einkennum taugasjúkdóma

Mánudagur 5/12 kl 19,30 opið hús, jóla dagskrá

Annað sem á eftir að setja á dagsetngar:

· Námskeið hjá Gunnhildi, slökun og öndun

· Framleiðsla podcast þátta um flogaveiki og lífið með henni

· Opið hús sérstaklega ætlað foreldrum barna með flogaveiki

Lesa meira

Söguganga um miðbæinn

LAUF býður í sögugöngu, allir velkomnir!

Söguganga um miðborgina fimmtudaginn 22.september kl 17.
Létt og skemmtileg fræðsluganga um Kvosina og umhverfi Tjarnarinnar með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi. Safnast saman við Ráðhús Reykjavíkur.

Lesa meira