Sumarlokun skrifstofu

Nú förum við í sumarfrí, og opnum næst miðvikudaginn 3.ágúst.

Á meðan við erum í fríi er hægt að lesa skilaboð inn á símsvarann (551-4570) eða senda okkur tölvupóst: lauf@vortex.is

Póstar og skilaboð verða skoðuð með nokkurra daga millibili.

Njótið sumarsins, sjáumst hress í ágúst.

Lesa meira

Opin hús í sumar

Eins og öll vita erum við hjá LAUF með opið hús alltaf fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði.

Að þessu sinni er júní-opna-húsið þó 13.júní, vegna þess að fyrsta mánudaginn í júní var annar í hvítasunnu.

Dagsetningarnar fyrir júlí og ágúst verða svo: 4.júlí og 8. ágúst (af því 1.ágúst er versló)

Í sumar, júní/júlí/ágúst, ætlum við að vera bara með kaffi og spjall, en höldum svo ótrauð áfram í september að bjóða upp á einhverja dagskrá, fræðslu eða innlegg til umræðu.

En allavega, næsta opna hús verður næsta mánudag, 13.júní, kl 19,30-21.

kaffi, gos, nammi og spjall.

Öll velkomin.

Lesa meira

Nú höfum við fengið formlega staðfestingu frá Sjúkratryggingum um niðurgreiðslu á úrum sem nema flog og senda boð til aðstandenda.

þetta er svarið sem við fengum:

Embrace úrin eru greidd 70% skv. reglugerð. Það á þá við úrið sjálft. Kostnaður við appið sem þarf að nota til að virkja úrið er greiddur af notanda.

Reynslan hefur sýnt að úrið nemur öll flog nema Tonic-Clonic convulsive flog og hefur því miður ekki komið að notum í þeim tilfellum. Úrið er í stöðugri þróun og helstu upplýsingar um úrið og virkni þess er að finna á heimasíðu framleiðanda https://www.empatica.com/embrace2/

Kostnaður við úrið hefur verið á bilinu 30.000 – 35.000 kr ( miðað við gengi 2021) og Sjúkratryggingar greiða 70 % af þeirri upphæð og þá er kostnaður til notanda um 10.000 kr. 

Lesa meira