Helgina 11. - 12. mars mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir þremur Systkinasmiðjunámskeiðum fyrir systkini langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2012-2015) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13, eldri hópur 12-14 ára (f. 2009-2011) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30 og unglingahópur 14+ (f.2008 og fyrr) hittist laugardag og sunnudag kl.16-17.30.

Umhyggja niðurgreiðir námskeiðið að stórum hluta en kostnaður sem kemur í hlut hvers þátttakanda er kr. 2000. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir á skráning á sér stað. Laus pláss á námskeiðinu eru 12.

SKRÁNING

Systkinasmiðjan er námskeið fyrir krakka sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.

Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar.

Þessa þætti nálgumst við í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín.

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið námskeiðsins eru:

  • að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
  • að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.
  • að veita börnunum innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.
  • að veita börnunum tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

nánari upplýsingar á www.umhyggja.is

Lesa meira

Nýtt! Sitjandi blak í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík á föstudögum klukkan 15:10 fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.

Frá þjálfara:

Ég heiti Elísa og 23 ára nemandi við Háskólann í Reykjavík og langar að efla og koma með nýjar íþróttir inní samfélagið fyrir einstaklinga með fatlanir.

Sitjandi blak er krefjandi íþrótt sem hentar öllum aldri en mitt aðalverkefni var að miða að yngra fólki, leik & grunnskóla börnum.

Sitjandi blak er vinsælt út um allan heim og er keppt í því meðal annars á paralympics & special olympics. Fyrir neðan er myndband af íþróttinni :)

Ekkert gjald fyrsta mánuðinn, eftir það er gert ráð fyrir 3500 kr á mánuði.

Íþróttaskóli fyrir fötluð börn á leik- og grunnskólaaldri á laugardögum klukkan 11.00-11.50 í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík.

Stjórnendur íþróttaskóla ÍFR eru: Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari og Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari

Ekkert gjald er fyrir íþróttaskólann

Unglingar

Fyrir unglinga með fötlun er ýmislegt í boði hjá ÍFR, til dæmis boccia, lyfingar, sund, bogfimi og borðtennis, sjá æfingatöflu https://ifr.is/aefingartafla/

Lesa meira

Nú í mars fer af stað námskeiðið Núvitund fyrir foreldra, sem er samstarfsverkefni Umhyggju og sálfræðinganna Álfheiðar Guðmundsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur. Námskeiðið er ætlað foreldrum langveikra barna í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju. Námskeiðið hefst 8. mars og lýkur 3. maí, það er kennt á miðvikudögum kl.20-22 í húsnæði Sálstofunnar, Hlíðarsmára 17.

Námskeiðið er að stærstum hluta niðurgreitt af Samfélagsstyrk Landsbankans og Umhyggju, en skráningargjald er kr.5000 fyrir einstakling og kr.7500 fyrir pör.

Nánari upplýsingar eru hér: https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/skraning-hafin-a-namskeidid-nuvitund-fyrir-foreldra-sem-fer-af-stad-i-mars

Lesa meira