Barna- og ungmennaþing

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir ungmennaþingi ÖBÍ. Þingið verður haldið laugardaginn 9. mars á Grand Hótel milli klukkan 13 og 16.

Markmið þingsins er að veita ungu fólki á aldrinum 12-18 ára tækifæri til að segja sína skoðun á málefnum sem snerta þau í daglegu lífi.

Við leitum að ungu fólki með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma, systkinum þeirra og ungmennum sem eiga fatlaða/langveika foreldra til að taka þátt í ungmennaþinginu.

Sjá nánar hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hvad-finnst-ther?fbclid=IwAR26eT4V-rdeVjV6LoMHEyGryz8BDQJMNR7TvHxxKE_AOXvBlSUyLmkslqw

Lesa meira

Sjálfsheilun – hvernig hugsum við um okkur sjálf

Lærum að hlúa að okkur á réttan hátt og efla skilning okkar á eigin þörfum.

Farið verður í æfingar til að losa um tilfinningalega spennu

Öndunaræfingar

Hugleiðsluæfingar (núvitund)

Skapandi hugsýnir (mikilvægt til að stýra líðan sinni og hafa áhrif á heilsuna)

Sjálfsdáleiðsluæfingar

Mataræði

Ég byggi námskeiðið á æfingum sem efla tilfinningu fyrir eigið ágæti (eiginleikum) og hvað það er sem við viljum laða fram í fari okkar. Ég kenni sannreyndar æfingar til að bæta svefn, lágmarka kvíða, streitu og depurð.

Námskeiðið verður annan hvern mánudag í fimm skipti og kostar 5.000 kr. Fyrir félagsmenn og 7.500 fyrir aðra. Þátttakendur fá æfingar til að vinna á milli og æfa sig í.

Námskeiðið byrjar 28.janúar kl.14 – 15.30.

Skráning er á gunnhildur@vinun.is og eða í síma 551-4570

Lesa meira

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

Að vera maki eða aðstandandi langveiks einstaklings, getur verið flókið og forgangsröðunin ekki alltaf eins og óskað er eftir.

Stuðningshópur er hugsaður sem vettvangur til að læra að hlúa að sjálfum sér, efla samskipti við sína nánustu og njóta þeirra möguleika sem fram undan eru.

Stuðningshópur verður annan hvern miðvikudag milli kl. 17.00 – 18.00 í Setrinu Hátúni 10 og er fyrsti hittingur 23. Janúar.

Gunnhildur Heiða Fjölskyldufræðingur

Lesa meira